Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 19:15 Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður. Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður.
Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira