Telur ekki ólöglegt að reykja kannabis í sínum húsum Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2019 14:41 Gísli telur dóminn stangast á við stjórnarskrá. Maðurinn var ekki að vinna neinum öðrum skaða með því að reykja kannabis á sínu heimili. Getty/rez-art/Fbl/Anton Brink „Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu. Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
„Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu.
Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira