Erlent

Fjórtán ára myrti föður sinn, stjúpmóður og systkini

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan veitti ekki nánar lýsingar á málinu eða hvað hefði legið að baki verknaðinum.
Lögreglan veitti ekki nánar lýsingar á málinu eða hvað hefði legið að baki verknaðinum. Vísir/Getty
Fjórtán ára bandarískur unglingur hefur viðurkennt að hafa skotið fimm fjölskyldumeðlimi sína. Þegar lögregla kom á vettvang í bænum Elkmont í Alabama-ríki á þriðjudagsmorgun voru þrír látnir, einn fullorðinn og tvö börn, en annar fullorðinn og barn voru flutt með alvarlega áverka á sjúkrahús þar sem þau voru úrskurðuð látin.

Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að unglingurinn hafi í upphafi hringt í neyðarlínuna og tilkynnt að hann hafi heyrt skothvelli. Líkt og áður sagði hefur drengurinn nú viðurkennt að hafa myrt fjölskyldu sína.

Fórnarlömb unglingsins voru faðir hans, stjúpmóðir og systkini. Lögreglan veitti ekki nánar lýsingar á málinu eða hvað hefði legið að baki verknaðinum.

Drengurinn sagði við neyðarlínuna að hann væri á neðri hæð heimilis fjölskyldunnar en hefði heyrt skothvelli á efri hæðinni. Fann lögreglan skammbyssu sem hafði verið kastað með fram vegi sem er nærri heimilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×