Johnson varaður við að hunsa lög um útgönguna úr ESB Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2019 11:39 Bercow hefur reynst fyrrum félögum hans í Íhaldsflokknum erfiður ljár í þúfu í Brexit-málum í þinginu. Vísir/EPA John Bercow, fráfarandi forseti neðri deildar breska þingsins, segir að það geti ekki komið til greina að ríkisstjórnin hunsi lög sem þingið hefur sett um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Virðist það yfirvofandi þurfi þingið að grípa til „skapandi“ aðgerða til að koma í veg fyrir það. Lög sem þingið samþykkti áður en Johnson frestaði þingfundum á mánudag skikkar forsætisráðherrann til að sækja um þriggja mánaða frestun á útgöngunni til Evrópusambandsins nema þingið samþykki útgöngu með eða án samnings fyrir 31. október, fyrirhugaða útgöngudaginn. Johnson sagðist nýlega frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel. Í erindi sem John Bercow, fráfarandi þingforseti, flutti í London sagði hann að það gæti ekki komið til tals að ríkisstjórnin hunsaði lög. Slíkt væri hræðilegt fordæmi fyrir samfélagið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sannarlega, í Bretlandi nútímans, í þingbundnu lýðræði, getum við þingmenn, löggjafar ekki með góðri samviku deild um hvort að það þurfi eða þurfi ekki að fylgja lögum,“ sagði Bercow sem lýsti það „undravert“ að nokkur hefði gefið því undir fótinn. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur sagt að ríkisstjórnin ætli að fara eftir lögum en að hún ætli að láta reyna að „ystu mörk“ hvers þau krefjist af ráðherrum. „Maður ætti ekki frekar að hafna því að biðja um frest á 50. greininni [Lissabonssáttmálans sem var virkjuð til að hefja útgöngu Breta] vegna þess sem maður gæti talið göfugt markmið um að ganga úr ESB eins fljótt og mögulegt er en að maður gæti mögulega afsakað að ræna banka á grundvelli þess að þýfið yrði strax gefið til góðgerðarmála eftir á,“ sagði Bercow."The only form of #Brexit which we will have, whenever that might be, will be a Brexit that the House of Commons has explicitly endorsed," says Speaker John Bercowhttps://t.co/zVlZF63yfV pic.twitter.com/RUOxnWwBqu— BBC Politics (@BBCPolitics) September 13, 2019 Þingið stöðvi lögbrot ríkisstjórnar, hvað sem reglum líði Bercow sagði í erindi sínu að reyni ríkisstjórnin að hunsa lög sem þingið hefur sett um Brexit þurfi þingið að stöðva það af ákveðni. „Krefjist það skapandi þingskapa til að greiða götu þess er það fullvíst að það gerist og að hvorki takmarkanir né núverandi reglur, né tifandi klukkan mun koma í veg fyrir það,“ sagði þingforsetinn. Eina útgáfa Brexit sem yrði ofan á yrði sú sem þingið hefði sérstaklega samþykkt. Þrátt fyrir að Bercow hafi upphaflega verið kjörinn á þing fyrir Íhaldsflokkinn nýtur hann ekki sérstakra vinsælda þar lengur, meðal annars vegna þess hvernig hann hefur tekið á útgöngumálum í þinginu. Ummæli hans í erindinu í London féllu grýttan jarðveg hjá sumum íhaldsmönnnum. Bernard Jenkin, þinmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, sagði þannig að hlutverk þingforsetans hafi orðið róttæknihænt og pólitískt á óafturkræfan hátt. Bercow ætlar að stíga til hliðar sem þingforseti á næstu vikum. Verði Johnson forsætisráðherra af vilja sínum að boða til kosninga um miðjan október segist Bercow ekki ætla að bjóða sig fram, að öðrum kosti hætti hann í lok október. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2009. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. 9. september 2019 19:00 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
John Bercow, fráfarandi forseti neðri deildar breska þingsins, segir að það geti ekki komið til greina að ríkisstjórnin hunsi lög sem þingið hefur sett um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Virðist það yfirvofandi þurfi þingið að grípa til „skapandi“ aðgerða til að koma í veg fyrir það. Lög sem þingið samþykkti áður en Johnson frestaði þingfundum á mánudag skikkar forsætisráðherrann til að sækja um þriggja mánaða frestun á útgöngunni til Evrópusambandsins nema þingið samþykki útgöngu með eða án samnings fyrir 31. október, fyrirhugaða útgöngudaginn. Johnson sagðist nýlega frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel. Í erindi sem John Bercow, fráfarandi þingforseti, flutti í London sagði hann að það gæti ekki komið til tals að ríkisstjórnin hunsaði lög. Slíkt væri hræðilegt fordæmi fyrir samfélagið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sannarlega, í Bretlandi nútímans, í þingbundnu lýðræði, getum við þingmenn, löggjafar ekki með góðri samviku deild um hvort að það þurfi eða þurfi ekki að fylgja lögum,“ sagði Bercow sem lýsti það „undravert“ að nokkur hefði gefið því undir fótinn. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur sagt að ríkisstjórnin ætli að fara eftir lögum en að hún ætli að láta reyna að „ystu mörk“ hvers þau krefjist af ráðherrum. „Maður ætti ekki frekar að hafna því að biðja um frest á 50. greininni [Lissabonssáttmálans sem var virkjuð til að hefja útgöngu Breta] vegna þess sem maður gæti talið göfugt markmið um að ganga úr ESB eins fljótt og mögulegt er en að maður gæti mögulega afsakað að ræna banka á grundvelli þess að þýfið yrði strax gefið til góðgerðarmála eftir á,“ sagði Bercow."The only form of #Brexit which we will have, whenever that might be, will be a Brexit that the House of Commons has explicitly endorsed," says Speaker John Bercowhttps://t.co/zVlZF63yfV pic.twitter.com/RUOxnWwBqu— BBC Politics (@BBCPolitics) September 13, 2019 Þingið stöðvi lögbrot ríkisstjórnar, hvað sem reglum líði Bercow sagði í erindi sínu að reyni ríkisstjórnin að hunsa lög sem þingið hefur sett um Brexit þurfi þingið að stöðva það af ákveðni. „Krefjist það skapandi þingskapa til að greiða götu þess er það fullvíst að það gerist og að hvorki takmarkanir né núverandi reglur, né tifandi klukkan mun koma í veg fyrir það,“ sagði þingforsetinn. Eina útgáfa Brexit sem yrði ofan á yrði sú sem þingið hefði sérstaklega samþykkt. Þrátt fyrir að Bercow hafi upphaflega verið kjörinn á þing fyrir Íhaldsflokkinn nýtur hann ekki sérstakra vinsælda þar lengur, meðal annars vegna þess hvernig hann hefur tekið á útgöngumálum í þinginu. Ummæli hans í erindinu í London féllu grýttan jarðveg hjá sumum íhaldsmönnnum. Bernard Jenkin, þinmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, sagði þannig að hlutverk þingforsetans hafi orðið róttæknihænt og pólitískt á óafturkræfan hátt. Bercow ætlar að stíga til hliðar sem þingforseti á næstu vikum. Verði Johnson forsætisráðherra af vilja sínum að boða til kosninga um miðjan október segist Bercow ekki ætla að bjóða sig fram, að öðrum kosti hætti hann í lok október. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2009.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. 9. september 2019 19:00 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. 9. september 2019 19:00
Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07
Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00