Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 10:30 Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á 45. þingi sambandsins sem fram á Akureyri dagana 20. til 22. september næstkomandi. Páll Magnús Pálsson býður sig fram til varaformanns. Þau eru bæði af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í framboðstilkynningu þeirra er þess getið að Halla er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og lauk BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL vorið 2018. Halla Sigrún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi; t.a.m. er hún formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði.SUS veiti fulltrúum aðhald Haft er eftir henni í tilkynningunni að hún vilji gera frelsinu hátt undir höfði og sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og erindi hans eigi fullt erindi við ungt fólk. „SUS gegnir mikilvægu hlutverki innan flokksins og það hefur sýnt sig að okkar skoðanir og áherslur skipta máli. Sem formaður vonast ég til að efla þennan vettvang þar sem ungt fólk getur tekið þátt í að móta stefnu flokksins, en einnig veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Mitt markmið er að SUS verði enn öflugra í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins,“ segir Halla Sigrún.Garðbæingur og Eyjamaður Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið virkur í félagsstörfum síðustu ár og þess getið að hann hafi verið formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er í tilkynningunni sagður „Garðbæingur og Eyjamaður“. Sem fyrr segir ganga Ungir sjálfstæðismenn til kosninga um nýja forystu SUS á þingi sambandsins á Akureyri, helgina 20. til 22. september. Sem stendur eru þau Halla Sigrún og Páll Magnús þau einu sem hafa tilkynnt um framboð sitt.
Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira