„Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2019 11:30 United átti litla möguleika gegn Barcelona. vísir/getty Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Sjá meira
Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Sjá meira
Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12