VÍS selur í Kviku fyrir 350 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:30 VÍS er þriðji stærsti hluthafi Kviku banka. Fréttablaðið/Anton Brink Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira