Fyrsti leikur Jakobs með KR frá oddaleiknum fræga fyrir tíu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2019 11:30 Jakob varð Íslandsmeistari síðast þegar hann lék með KR. vísir/daníel Jakob Örn Sigurðarson leikur sinn fyrsta keppnisleik fyrir KR í rúm tíu ár þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Síðasti leikur Jakobs á Íslandi, áður en hann hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku, var einmitt með KR gegn Grindavík í DHL-höllinni. Þann 13. apríl 2009 mættust KR og Grindavík í frægum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þá, líkt og nú, voru jafnaldrarnir Jakob, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon í stóru hlutverki í liði KR. DHL-höllin var troðfull þetta mánudagskvöld og stemmningin ógleymanleg. KR leiddi allan tímann en Grindavík fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins. En enginn Grindvíkingur skaut og sóknin rann út í sandinn. KR vann með minnsta mun, 84-83. Jakob skoraði 22 stig í oddaleiknum fræga, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Jakob var næststigahæstur í liði KR á eftir Jóni Arnóri sem skoraði 23 stig. Oddaleikurinn var langbesti leikur Jakobs í einvíginu gegn Grindavík. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR gekk Jakob í raðir Sundsvall Dragons þar sem hann lék í sex ár. Hann varð sænskur meistari með liðinu 2011. Jakob lék svo með Borås Basket í fjögur ár áður en hann ákvað að koma aftur heim í KR. Þar leikur hann m.a. með bróður sínum, Matthíasi Orra, sem kom frá ÍR í sumar. Leikur KR og Grindavíkur hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að honum loknum verður svo 1. umferð Domino's deildar karla gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45 Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson leikur sinn fyrsta keppnisleik fyrir KR í rúm tíu ár þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Síðasti leikur Jakobs á Íslandi, áður en hann hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku, var einmitt með KR gegn Grindavík í DHL-höllinni. Þann 13. apríl 2009 mættust KR og Grindavík í frægum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þá, líkt og nú, voru jafnaldrarnir Jakob, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon í stóru hlutverki í liði KR. DHL-höllin var troðfull þetta mánudagskvöld og stemmningin ógleymanleg. KR leiddi allan tímann en Grindavík fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins. En enginn Grindvíkingur skaut og sóknin rann út í sandinn. KR vann með minnsta mun, 84-83. Jakob skoraði 22 stig í oddaleiknum fræga, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Jakob var næststigahæstur í liði KR á eftir Jóni Arnóri sem skoraði 23 stig. Oddaleikurinn var langbesti leikur Jakobs í einvíginu gegn Grindavík. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR gekk Jakob í raðir Sundsvall Dragons þar sem hann lék í sex ár. Hann varð sænskur meistari með liðinu 2011. Jakob lék svo með Borås Basket í fjögur ár áður en hann ákvað að koma aftur heim í KR. Þar leikur hann m.a. með bróður sínum, Matthíasi Orra, sem kom frá ÍR í sumar. Leikur KR og Grindavíkur hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að honum loknum verður svo 1. umferð Domino's deildar karla gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45 Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45
Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00