Offita tengd mikilli skjánotkun Elín Albertsdóttir skrifar 4. október 2019 10:00 Margir krakkar venja sig á að borða á meðan þau horfa. Það getur skapað offituvandamál. Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira