Sportpakkinn: Hefði VAR getað komið i veg fyrir brottrekstur miðvarða Ajax á Brúnni í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:30 Joel Veltman hjá Ajax fær hér rauða spjaldið í leiknum í gær. Getty/Chloe Knott Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni? Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni?
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00