Innlendir framleiðendur með 41% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjöt Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2019 21:45 Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira