Túnis á enn möguleika á því að komast áfram í milliriðla á HM í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Sádi Arabíu í dag.
Oussama Boughanmi skoraði fimm fyrstu mörk Túnis í 24-20 sigrinum en hann endaði með sjö mörk, markahæstur ásamt Mosbah Sanai.
Leikurinn var jafn í upphafi en staðan var 8-8 eftir 22 mínútur. Þá höfðu Sádar hætt markaskorun í fyrri hálfleik, leikmenn Túnis bættu fjórum mörkum við og fóru með 8-12 forystu í hálfleikinn.
Þá forystu náðu Sádar aldrei að vinna upp almennilega, þeir komust næst í stöðunni 17-19 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Með sigrinum er Túnis með fjögur stig í þriðja sæti. Austurríkismenn og Síle eru með tvö stig hvor, en bæði lið eiga eftir að leika sinn fjórða leik seinna í dag. Efstu þrjú liðin úr hverjum riðli fara í milliriðla.
