Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttatímanum er rætt við Ólaf Ísleifsson sem segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Einnig verður rætt við Lilju Alfreðsdóttur í kvöldfréttatímanum sem segist ekki ætla að láta nærveru Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar trufla störf sín á þingi.

Við förum yfir stöðuna í Venesúela en bandarísk stjórnvöld hafa fyrirskipað öllum starfsmönnum sínum í landinu að snúa heim. Við fjöllum um nýja rannsókn íslenskrar erfðagreiningar sem sýnir að börn eldri feðra séu þrisvar sinnum líklegri til að fá geðklofa og einhverfu. Einnig fylgjumst við með hákarlaverkun og förum á þorrablót í fréttatímanum sem er á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×