Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2019 06:00 Bergþór Ólason mætti óvænt á þingfund í gær eftir að hafa verið í leyfi undanfarnar vikur. Fréttablaðið/Anton brink Andrúmsloftið á þingi virðist lítið hafa lagast í löngu jólafríi þingmanna og ljóst að samstarfsvilji þingmanna við Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson er afar lítill. Þingmennirnir tveir komu aftur til vinnu í gær án þess að láta vita af því með góðum fyrirvara og komu mörgum þingmönnum í opna skjöldu. Einn þingmanna sem þótti innkoma Klaustursmanna óþægileg var mennta- og menningarmálaráðherrann Lilja Alfreðsdóttir. Hún gekk að Gunnari Braga þar sem hann sat í sæti sínu og hélt yfir honum tölu áður en hún gekk úr þingsal. Málefni þingsins og vinnufriður þess var til umræðu á þingflokksformannafundi síðdegis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði fundinn hafa tekið um hálftíma og verið afar yfirvegaðan þar sem farið var skipulega yfir hvernig ná mætti starfsfriði og keyra áfram þingstörfin. „Við munum svo aftur fara yfir stöðuna á mánudaginn. Við erum ekki að ræða málefni einstakra þingmanna heldur aðeins umhugað um að þingstörf geti gengið hér áfram,“ segir Bjarkey.Ari Traustifréttablaðið/ernirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru málefni umhverfis- og samgöngunefndar einnig rædd á fundinum en þar situr Bergþór Ólason sem formaður nefndarinnar. Þar innandyra er alls enginn einhugur um að Bergþór verði áfram formaður og ljóst að hann verður það ekki. „Bergþór kemur og hefur rétt til að ganga inn í nefndina og rétt til að taka sitt sæti sem hann hafði. Við getum ekki sagt nei. Málið er að hann er þarna samkvæmt samkomulagi minnihlutaflokkanna,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, annar þingmanna VG í nefndinni. „Þau fengu þrjá formenn nefnda eftir ákveðnu samkomulagi og því er það þeirra að leysa þetta mál og nú hefur bæði fulltrúi Viðreisnar og Samfylkingar og einnig fulltrúi Vinstri grænna lýst yfir að þau vilji ekki að hann leiði þetta áfram og það er honum alveg ljóst.“ Ari Trausti segir nokkra möguleika í stöðunni en að minnihlutaflokkarnir verði að leysa málið sín á milli. „Við þurfum ekkert að kjósa því ef minnihlutinn ræðir saman þá getur hann stigið til hliðar og einhver annar úr Miðflokknum komið inn í hans stað,“ segir Ari. „Við í meirihlutanum erum í raun og veru ekki að vasast með þetta mál, þetta er í höndum minnihlutans. En þetta verður rætt í hópi þingflokksformanna á mánudag.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Andrúmsloftið á þingi virðist lítið hafa lagast í löngu jólafríi þingmanna og ljóst að samstarfsvilji þingmanna við Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson er afar lítill. Þingmennirnir tveir komu aftur til vinnu í gær án þess að láta vita af því með góðum fyrirvara og komu mörgum þingmönnum í opna skjöldu. Einn þingmanna sem þótti innkoma Klaustursmanna óþægileg var mennta- og menningarmálaráðherrann Lilja Alfreðsdóttir. Hún gekk að Gunnari Braga þar sem hann sat í sæti sínu og hélt yfir honum tölu áður en hún gekk úr þingsal. Málefni þingsins og vinnufriður þess var til umræðu á þingflokksformannafundi síðdegis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði fundinn hafa tekið um hálftíma og verið afar yfirvegaðan þar sem farið var skipulega yfir hvernig ná mætti starfsfriði og keyra áfram þingstörfin. „Við munum svo aftur fara yfir stöðuna á mánudaginn. Við erum ekki að ræða málefni einstakra þingmanna heldur aðeins umhugað um að þingstörf geti gengið hér áfram,“ segir Bjarkey.Ari Traustifréttablaðið/ernirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru málefni umhverfis- og samgöngunefndar einnig rædd á fundinum en þar situr Bergþór Ólason sem formaður nefndarinnar. Þar innandyra er alls enginn einhugur um að Bergþór verði áfram formaður og ljóst að hann verður það ekki. „Bergþór kemur og hefur rétt til að ganga inn í nefndina og rétt til að taka sitt sæti sem hann hafði. Við getum ekki sagt nei. Málið er að hann er þarna samkvæmt samkomulagi minnihlutaflokkanna,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, annar þingmanna VG í nefndinni. „Þau fengu þrjá formenn nefnda eftir ákveðnu samkomulagi og því er það þeirra að leysa þetta mál og nú hefur bæði fulltrúi Viðreisnar og Samfylkingar og einnig fulltrúi Vinstri grænna lýst yfir að þau vilji ekki að hann leiði þetta áfram og það er honum alveg ljóst.“ Ari Trausti segir nokkra möguleika í stöðunni en að minnihlutaflokkarnir verði að leysa málið sín á milli. „Við þurfum ekkert að kjósa því ef minnihlutinn ræðir saman þá getur hann stigið til hliðar og einhver annar úr Miðflokknum komið inn í hans stað,“ segir Ari. „Við í meirihlutanum erum í raun og veru ekki að vasast með þetta mál, þetta er í höndum minnihlutans. En þetta verður rætt í hópi þingflokksformanna á mánudag.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56