Harður árekstur varð á Lambhagavegi í Grafarholti í kvöld þegar tveir bílar skullu saman. Áreksturinn varð á svipuðum slóðum og ekið var á gangandi vegfaranda í lok síðasta mánaðar.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu urðu minniháttar slys á fólki og var enginn fluttur á slysadeild til aðhlynningar en dælubíll var sendur á vettvang.

