Fótbolti

Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba fagnar sigri á Parc des Princes leikvanginum í París í gær en hann  tók út leikbann í leiknum. Ein af ástæðunum fyrir því að sigurlíkur United voru aðeins þrjú prósent.
Paul Pogba fagnar sigri á Parc des Princes leikvanginum í París í gær en hann tók út leikbann í leiknum. Ein af ástæðunum fyrir því að sigurlíkur United voru aðeins þrjú prósent. Getty/Jean Catuffe
Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið.

Hollenska liðið Ajax og enska liðið Manchester United sýndu bæði að úrslitin ráðast inn á vellinum en ekki á einhverjum líkum. Fyrir vikið spila stórlið Real Madrid og Paris Saint Germain ekki fleiri Meistaradeildarleiki á þessu tímabili.

Bandaríska tölfræðisíðan FiveThirtyEight er eins út virtast í faginu og hún reiknar jafnan út sigurlíkur liða fyrir stærstu leiki íþróttaheimsins. Þeir klikkuðu ekkert á því fyrir leikina í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.





FiveThirtyEight sagði 75 prósent líkur að Real Madrid kæmist áfram eftir 2-1 sigur á Ajax á útivelli í fyrri leiknum. Ajax vann hins vegar 4-1 á Bernabeu og komast áfram. 25 prósent hvað?

Sigurlíkurnar hjá Ajax voru ekki háar en þær voru þó mun hærri en hjá Manchester United liðinu sem mætti til Parísar með 2-0 tap á bakinu frá fyrri leiknum á Old Trafford.





Í viðbót bættust við meiðsli og leikbönn lykilmanna liðsins og það virtist ekki vera margt í spilunum fyrir Ole Gunnar Solskjær og lærisveina hans.

FiveThirtyEight gaf Manchester Umnited aðeins þrjú prósent líkur á að komast áfram eins og sjá má hér fyrir neðan.





Líkur Manchester United á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar voru eitt prósent fyrir leikinn í gær en eru í dag komnar upp í 35 prósent. Það er erfitt að spá nákvæmlega þegar við vitum ekki enn hvaða liði Manchester United mætir í átta liða úrslitunum.

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar klárast í næstu viku. Barcelona (78 prósent) og Atletico Madrid (88 prósent) eru mun sigurstranglegri á móti Lyon (22 prósent) og Juventus (12 prósent).

Það eru síðan 99 prósent líkur á því að Manchester City fari áfram á móti þýska liðinu Schalke eftir sigur í Þýskalandi en líkurnar eru aftur á móti jafnar eða 50 prósent hjá báðum liðum í einvígi Liverpool og Bayern München.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×