Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Sylvía Hall skrifar 26. mars 2019 21:10 Yale er mjög eftirsóttur skóli en aðeins 6,7% umsækjenda fá inngöngu. Vísir/Getty Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins. Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37
Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03
Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42