Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót og að óhætt sé að kaupa sér flugmiða með félaginu. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu að rekstri WOW air. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir verður auk Skúla rætt við fulltrúa Samgöngustofu og Seðlabanka Íslands um þá óvissu sem ríkt hefur um framtíð flugfélagsins.

Samningafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað aftur í dag en verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta þeim verkfallsaðgerðum sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag.

Fyrsta umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fór fram á Alþingi í dag en fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja ýmsar forsendur áætlunarinnar vera brostnar.

Þá verður rætt við fjórtán ára stúlku frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að fjölskylda hennar fáið að vera áfram hér á landi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum í opinni dagskrá klukkan 18:30 sem horfa má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×