Í tíu ára fangelsi fyrir að breyta ferðalagi ungrar konu í martröð Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2019 23:07 Marcus Allyn Keith Martin hlaut tíu ára fangelsisrefsingu vegna málsins. Sunday Night Ástralskur karlmaður sem nauðgaði breskri konu í óbyggðum Queensland hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Maðurinn heitir Marcus Allyn Keith Martin og er 25 ára. Hann játaði að hafa nauðgað og svipt hina 22 ára gömlu Elisha Greer frelsi. Hélt hann henni fanginni á meðan 1.600 kílómetra langri ferð stóð árið 2017 en Greer var meðal annars barin og hótað með skotvopni sem var haldið að höfði hennar. Greer, sem er frá Liverpool, var bjargað þegar lögreglan stöðvaði fjórhjóladrifna jeppan sem henni var haldið í. Dómarinn í málinu sagði að Martin þyrfti að minnsta kosti að afplána áttatíu prósent af fangelsisvistinni. Við réttarhöldin kom fram að Martin og Greer hafi kynnst í partíi í janúar árið 2017 og tekið saman fljótlega eftir það. Martin er þó sagður hafa verið farinn að beita Greer ofbeldi áður en langt um leið.Elisha Greer sagði sögu sína í Sunday NightÞau lögðu af stað í ferðalag en skömmu síðar hafði Martin svipt hana frelsi ásamt því að berja hana og nauðga ítrekað. Lögregla batt enda á þessa fjögurra vikna löngu frelsissviptingu í bænum Mitchell eftir að eigandi bensínstöðvar hafði gert lögreglu viðvart. Eigandinn hafði séð Greer aka í burtu án þess að greiða fyrir eldsneyti. Lögreglan stöðvaði för hennar og fann þar Martin sem hafði falið sig í bílnum.Greer var með fjölda áverka eftir Martin ásamt því að hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Saksóknarinn sagði Martin hafa reynt að einangra Greer og tók meðal annars upp á því að klippa vegabréf hennar. Saksóknarinn sagði Greer hafa óttast um líf sitt og margar af hjálparbeiðnum hennar hefðu verið virtar að vettugi af vegfarendum. Verjandi Martin sagði hann hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu sem hefði brenglað dómgreind hans. Ástralía Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Ástralskur karlmaður sem nauðgaði breskri konu í óbyggðum Queensland hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Maðurinn heitir Marcus Allyn Keith Martin og er 25 ára. Hann játaði að hafa nauðgað og svipt hina 22 ára gömlu Elisha Greer frelsi. Hélt hann henni fanginni á meðan 1.600 kílómetra langri ferð stóð árið 2017 en Greer var meðal annars barin og hótað með skotvopni sem var haldið að höfði hennar. Greer, sem er frá Liverpool, var bjargað þegar lögreglan stöðvaði fjórhjóladrifna jeppan sem henni var haldið í. Dómarinn í málinu sagði að Martin þyrfti að minnsta kosti að afplána áttatíu prósent af fangelsisvistinni. Við réttarhöldin kom fram að Martin og Greer hafi kynnst í partíi í janúar árið 2017 og tekið saman fljótlega eftir það. Martin er þó sagður hafa verið farinn að beita Greer ofbeldi áður en langt um leið.Elisha Greer sagði sögu sína í Sunday NightÞau lögðu af stað í ferðalag en skömmu síðar hafði Martin svipt hana frelsi ásamt því að berja hana og nauðga ítrekað. Lögregla batt enda á þessa fjögurra vikna löngu frelsissviptingu í bænum Mitchell eftir að eigandi bensínstöðvar hafði gert lögreglu viðvart. Eigandinn hafði séð Greer aka í burtu án þess að greiða fyrir eldsneyti. Lögreglan stöðvaði för hennar og fann þar Martin sem hafði falið sig í bílnum.Greer var með fjölda áverka eftir Martin ásamt því að hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Saksóknarinn sagði Martin hafa reynt að einangra Greer og tók meðal annars upp á því að klippa vegabréf hennar. Saksóknarinn sagði Greer hafa óttast um líf sitt og margar af hjálparbeiðnum hennar hefðu verið virtar að vettugi af vegfarendum. Verjandi Martin sagði hann hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu sem hefði brenglað dómgreind hans.
Ástralía Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira