Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði fer vaxandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 11:47 Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í vetur. Borðinn er á ensku en fjöldi erlendra starfsmanna er í stéttarfélaginu og lögðu niður störf í verkföllum. vísir/vilhelm Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira