Fótbolti

Xavi þjálfar í sömu deild og Heimir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Xavi lauk ferlinum með Al-Sadd og er nú tekinn við liðinu.
Xavi lauk ferlinum með Al-Sadd og er nú tekinn við liðinu. vísir/getty
Xavi Hernández hefur verið ráðinn þjálfari katarska liðsins Al-Sadd.

Xavi lauk ferlinum með Al-Sadd og varð katarskur meistari með liðinu í vor. Al-Sadd fékk 57 stig af 66 mögulegum og skoraði 100 mörk í 22 leikjum.

Í síðustu viku tilkynnti Xavi að hann væri hættur að spila og ætlaði að leggja þjálfun fyrir sig. Hann er nú búinn að fá sitt fyrsta þjálfarastarf.

Meðal þjálfara í katörsku úrvalsdeildinni er Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Eyjamaðurinn tók við Al-Arabi í desember á síðasta ári. Liðið endaði í 6. sæti deildarinnar í vetur.

Xavi, sem er 39 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður með Barcelona og spænska landsliðinu.

Hann varð átta sinnum Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari með Barcelona. Með spænska landsliðinu varð hann tvisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Evrópumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×