Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar vel á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi en liðið vann 26 stiga sigur á Möltu, 61-35, í fyrsta leik sínum í dag.
Benedikt Guðmundsson var að stýra íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á þessu móti og hann gat ekki byrjað mikið betur með liðið.
Þóra Kristín Jónsdóttir og Hallveig Jónsdóttir voru stigahæstar í íslenska liðinu með ellefu stig hvor en Helena Sverrisdóttir skoraði tíu stig.
Íslensku stelpurnar hafa stundum átt í vandræðum með Möltuliðið á þessum leikum og töpuðu meðal annars með sautján stigum á móti Möltu á síðustu leikum árið 2017. Íslenska liðið átti hins vegar ekki í miklum vandræðum með þær í dag.
Það var bara jafnt á fyrstu fimm mínútum leiksins en þá var staðan 6-5. Íslenska liðið vann lokakafla fyrsta leikhlutans 13-3 og var síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 41-16, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 22-8.
Helena Sverrisdóttir (10) og Sara Rún Hinriksdóttir (8) voru með átján stig saman í fyrri hálfleiknum en eftir hann var var seinni hálfleikurinn aðeins formsatriði. Það var ekki þörf á fleiri stigum frá Helenu og Söru í seinni hálfleik.
Íslenska liðið náði ekki að bæta við forystuna í þriðja leikhlutanum sem endaði 11-11. Benedikt leyfði öllum að spreyta sig í seinni hálfleiknum og munurinn í lokin var síðan 26 stig eftir að íslenska liðið hafði unnið fjórða leikhlutann 9-8.
Stig Íslands á móti Möltu í dag:
Þóra Kristín Jónsdóttir 11
Hallveig Jónsdóttir 11
Helena Sverrisdóttir 10
Sara Rún Hinriksdóttir 8
Hildur Björg Kjartansdóttir 8
Bryndís Guðmundsdóttir 4
Thelma Dís Ágústsdóttir 3
Embla Kristínardóttir 2
Gunnhildur Gunnarsdóttir 2
Þóranna Kika Hodge-Carr 2
Stelpurnar unnu stórsigur í fyrsta leiknum undir stjórn Benedikts
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn