Spáir stöðugleika framundan á Spáni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. apríl 2019 20:00 Leiðtogar fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á spænska þinginu. AP/Raul Tejedor Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“ Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“
Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15