Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:47 Sigvaldi Kaldalóns var fararstjóri í ferðinni og var feðgunum innan handar eftir atvikið. Vísir Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali. Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali.
Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira