It is with great sadness we have learned that Celtics Legend and Hall of Famer John Havlicek has passed away peacefully today at the age of 79. He will be dearly missed by his Celtics family.
A statement from the Celtics: https://t.co/yqOkZPkbejpic.twitter.com/xlUCKjbKvg
— Boston Celtics (@celtics) April 26, 2019
Havlicek lék allan sinn feril með Boston (1962-78) og varð átta sinnum meistari með liðinu. Aðeins Bill Russell (11) og Sam Jones (10) hafa unnið fleiri titla í sögu NBA.
Havlicek var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 1974 þegar Boston vann Milwaukee Bucks. Hann tók 13 sinnum þátt í Stjörnuleiknum, var fjórum sinnum valinn í lið ársins og fimm sinnum í varnarlið ársins.
Havlicek var leikjahæstur í sögu NBA þegar hann lagði skóna á hilluna 1978. Það met var bætt sex árum síðar.
Havlicek er hvað helst þekktur fyrir atvik sem átti sér stað undir lok oddaleik Boston og Philadelphia 76ers í úrslitum Austurdeildarinnar 1965. Hann stal þá boltanum eftir innkast Philadelphia og sá til þess að Boston landaði sigrinum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Hondo, you set the bar.#ForeverGreenpic.twitter.com/aZ59fAoLlQ
— Boston Celtics (@celtics) April 26, 2019