„Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 10:27 Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com. Vísir/Facebook „Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
„Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
„Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42