Maðurinn sem handtekinn var í gærkvöldi, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október næstkomandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að maðurinn sé úrskurðaður í varðhald á grundvelli 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, það er að segja að talið er að hann hafi rofið, í verulegum atriðum, skilyrði skilorðsbundins dóms.
Konan sem maðurinn er grunaður um að hafa hrint er illa slösuð en ekki talin í lífshættu.
Í gæsluvarðhald grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum

Tengdar fréttir

Konan ekki í lífshættu eftir fallið fram af svölunum
Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manni sem talinn er hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti í gærkvöldi.

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti
Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.