Þá hefur Gísli Guðmundsson verið ráðinn markvarðaþjálfari kvennalandsliðsins. Hann var markvarðaþjálfari yngri landsliða Íslands á árunum 2012-16. Síðasta sumar var Gísli markvarðaþjálfari U-21 árs liðs karla.
Halldóri var sagt upp störfum hjá handknattleikssambandi Barein á dögunum. Hann var til skamms tíma þjálfari U-21 og U-19 ára landsliða Barein og aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar með karlalandsliðið.
Halldór stýrði kvennaliði Fram 2012-14 og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2013. Hann var svo þjálfari karlaliðs FH í fimm ár. Undir hans stjórn varð FH einu sinni bikarmeistari, einu sinni deildarmeistari og komst tvisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.
Framundan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2020. Íslendingar mæta Króötum ytra 25. september og Frökkum á Ásvöllum fjórum dögum síðar.
Arnar valdi 17 leikmenn í sinn fyrsta landsliðshóp.