Gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 14:17 Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira