Segir Remini bera ábyrgð á morði innan Vísindakirkjunnar Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:50 Remini ólst upp í Vísindakirkjunni en sagði skilið við hana árið 2013. Vísir/Getty Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar. Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar.
Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58
Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36
Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40