Segir Remini bera ábyrgð á morði innan Vísindakirkjunnar Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:50 Remini ólst upp í Vísindakirkjunni en sagði skilið við hana árið 2013. Vísir/Getty Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar. Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar.
Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58
Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36
Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40