Erlent

Car­ter á sjúkra­hús eftir bein­brot

Atli Ísleifsson skrifar
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna, gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981.
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna, gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981. Getty

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hann mjaðmagrindarbrotnaði eftir fall á heimili sínu í Georgíuríki gærkvöldi. Þetta er i annað sinn í þessum mánuði sem Carter hrasar á heimili sínu og er sendur á sjúkrahús.



Reuters segir frá því að brotið hafi verið minniháttar. Talsmaður Carter segir hljóðið í forsetanum fyrrverandi vera gott og að hann hlakki til að jafna sig á heimili sínu. Sem stendur dvelji hann þó á Phoebe Sumter sjúkrahúsinu nærri Americus í Georgíu.



Carter var 39. forseti Bandaríkjanna, gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur orðið langlífari en Carter, sem nú er 95 ára gamall.



Fyrr í mánuðinum var greint frá því Carter hafi hrasað á heimili sínu í bænum Plains og þurfti þá að sauma nokkur spor í andliti hans.



Carter hefur sinnt mannúðarstörfum eftir að hann lét af störfum sem forseti. Þannig hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 2002 vegna starfa sinna við að vinna að friðsamlegum lausnum á alþjóðlegum deilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×