Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 19:30 Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30