Landa milljarða samningi í Kína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 16:39 Sindri Sindrason við undirritunina á samningnum. CRI Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi. Kína Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi.
Kína Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira