Juwan Howard var lykilmaður í Fab Five liði Michigan-háskólans á sínum tíma og nú er hann orðinn þjálfari liðsins.
Howard var ráðinn í gær í stað John Belein sem hefur ákveðið að taka slaginn með Cleveland í NBA-deildinni Belein þjálfaði Michigan í tólf ár.
Howard var aðstoðarþjálfari hjá Miami Heat áður. Hann fékk fimm ára samning þar sem árslaunin eru tæpar 250 milljónir króna.
„Ég er Michigan-maður og veit hvers til er ætlast af liðinu hérna. Ég fagna þessu tækifæri og hlakka til að takast á við áskoranir sem bíða,“ sagði Howard.
Þjálfarinn er orðinn 46 ára gamall. Hann var í Fab Five með Chris Webber, Jalen Rose, Jimmy King og Ray Jackson.
Ein af stjörnum Michigan tekur við liðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fleiri fréttir
