Íslenski boltinn

Skagamenn ætla ekki að missa Bjarka Stein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Steinn ásamt Sigurði Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra KFÍA.
Bjarki Steinn ásamt Sigurði Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra KFÍA. mynd/ía
Bjarki Steinn Bjarkason hefur slegið í gegn í upphafi tímabils með ÍA og Skagamenn ætla ekki að missa hann neitt í bráð og hafa því gert nýjan samning við leikmanninn.

Þessi skemmtilegi leikmaður er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við ÍA en hann kom til félagsins á síðasta ári frá Aftureldingu.  

Bjarki Steinn er fæddur árið 2000 og fagnar því að fá að spila áfram í gulu treyjunni.

„Ég er mjög ánægður með að gera nýjan samning við ÍA. Það er frábær stemning í hópnum og liðsheildin er mjög þétt. Tímabilið hefur byrjað ótrúlega vel og það er virkilega gaman að taka þátt í því,“ sagði Bjarki Steinn í yfirlýsingu frá ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×