Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 17:23 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00