Innlent

Rúður brotnar í Breið­holti og Bæjar­lind

Atli Ísleifsson skrifar
Á þriðja tímanum var svo tilkynnt um eignaspjöll á bíl í Grafravogi.
Á þriðja tímanum var svo tilkynnt um eignaspjöll á bíl í Grafravogi. Vísir/Vilhelm
Rúður voru brotnar í söluturni í Breiðholti í Reykjavík og í Bæjarlind í Kópavogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynningin um rúðubrotið í Breiðholti hafi komið rétt rúmlega 23. Sáust menn hlaupa af vettvangi samkvæmt vitnum.

Um 00:40 var svo tilkynnt um rúðubrot í Bæjarlind þar sem einn var handtekinn. Maðurinn verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum.

Að sögn lögreglunnar var annars frekar rólegt í nótt og að mestu tíðindalítil.

Upp úr miðnætti var tilkynnt um umferðarslys á Hafnarfjarðavegi við Arnarnesveg. Þar hafnaði bíllinn á ljósastaur og var óökufær á eftir. „Farþegi sem í bifreiðinni var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Rannsókn málsins er í gangi er grunur er um hraðakstur sem olli því að ökumaður missti stjórn á ökutækinu.“

Á þriðja tímanum var svo tilkynnt um eignaspjöll á bíl í Grafravogi og svo þjófnað úr verslun á Vesturlandsvegi. Höfð voru afskipti af einum aðila nokkru síðar vegna hins síðarnefnda. Viðurkenndi hann þjófnaðinn og var vörunum komið til skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×