Eitt ár í Ólympíuleikana í Tókýó: Svona líta endurunnu verðlaunapeningarnir út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 09:00 Verðlaunapeningarnir á ÓL 2020 í Tókýó. AP/Koji Sasahara Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma. Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma.
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira