Fótbolti

Messi slapp ótrúlega vel með aðeins eins leiks bann og „litla“ sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi var ekki sáttur við dómarana á Copa America í sumar.
Lionel Messi var ekki sáttur við dómarana á Copa America í sumar. Getty/Alexandre Schneider
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er ekki á leiðinni í langt bann vegna rauða spjaldsins og ummæla sinna á Copa America á dögunum.

Sumir höfðu áhyggjur af því að langt bann myndi hreinlega enda landsliðsferil Lionel Messi og argentínskir fjölmiðlar skrifuðu um þann möguleika að argentínska landsliðið myndi neita að taka þátt í næstu verkefnum CONMEBOL sem er knattspyrnusamband Suður-Ameríku,.

Aganefnd Knattspyrnusambands Suður-Ameríku hefur tekið mál hans fyrir og fær Messi eins leiks bann í undankeppni HM fyrir rauða spjaldið. Hann fær síðan 1500 dollara sekt fyrir ummæli sín og samsæriskenningu um dómarana sem gera um 185 þúsund krónur.  Þetta er ekki stór sekt fyrir mann eins og Messi sem fær jafnmikið borgað á hverjum sex mínútum.





Argentína tapaði 2-0 á móti Brasilíu í undanúrslitum Copa America þar sem dómari leiksins neitaði að senda umdeilda dóma í Varsjána. Argentínumenn voru brjálaðir og Messi hraunaði yfir dómarana.

Messi baðst seinna afsökunar á ummælum sínum þegar honum rann reiðin en þetta var enn ein keppnin þar sem hann kemst ekki alla leið með argentínska landsliðinu. Messi er enn a bíða eftir fyrsta alvöru titlinum með aðalliði Argentínu en hefur unnið nokkur silfurverðlaunin.

Þessi viðbrögð Argentínumanna og þá sérstaklega orðalag Claudio Tapia, formanns argentínska sambandsins, voru honum líka afdrifarík. Claudio Tapia er búinn að missa sæti sitt í framkvæmdaráði FIFA.

Claudio Tapia var einn fulltrúi Suður-Ameríku en CONMEBOL knattspyrnusambandið segir að nú verði kosið um hver taki sæti hans í þessyu 37 manna framkvæmdaráði FIFA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×