City á toppinn eftir sjöunda sigurinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agüero kemur City í 2-0.
Agüero kemur City í 2-0. vísir/getty
Manchester City vann 0-2 sigur á Fulham á Craven Cottage í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var sjöundi deildarsigur City í röð. Liðið er með eins stigs forskot á Liverpool á toppi deildarinnar.

Það tók City aðeins fimm mínútur að brjóta ísinn. Bernardo Silva skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið eftir sendingu frá Sergio Agüero.

Silva endurgalt svo greiðann á 27. mínútu, sendi boltann á Agüero sem skoraði sitt nítjánda deildarmark í vetur. Argentínumaðurinn er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.

Fulham hefur tapað átta leikjum í röð og er í nítjánda og næstsíðasta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira