Enski boltinn

Góður dagur fyrir Leeds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pablo Hernández skoraði sigurmark Leeds gegn Millwall.
Pablo Hernández skoraði sigurmark Leeds gegn Millwall. vísir/getty
Leeds United er komið upp í 2. sæti ensku B-deildarinnar eftir úrslit dagsins.

Leeds vann dramatískan 3-2 sigur á Millwall, þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir. Pablo Hernández skoraði sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.

Á sama tíma tapaði Sheffield United fyrir Bristol City, 2-3, og missti þar með 2. sætið til Leeds.

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa sem lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með 2-1 sigri á Blackburn Rovers.

Jón Daði Böðvarsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla en lið hans, Reading, vann mikilvægan sigur á Preston, 2-1. Reading er nú fjórum stigum frá fallsæti.

Patrick Sigurður Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Brentford sem gerði markalaust jafntefli við Wigan Athletic á útivelli. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópi Brentford.

Derby County er komið í umspilssæti eftir stórsigur á Rotherham United, 6-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×