Enski boltinn

Huddersfield fallið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Örlög Huddersfield eru ráðin.
Örlög Huddersfield eru ráðin. vísir/getty
Huddersfield Town féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap fyrir Crystal Palace á útivelli í dag.

Huddersfield er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Derby County tímabilið 2007-08 sem fellur í mars.

Luka Milivojevic (víti) og Patrick van Aanholt skoruðu mörk Palace sem er í 13. sæti deildarinnar.

Southampton vann afar mikilvægan sigur á Brighton, 0-1, á útivelli. Pierre-Emile Højbjerg skoraði eina mark leiksins. Dýrlingarnir eru nú fimm stigum frá fallsæti.

Leicester City vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Bournemouth, 2-0, á heimavelli.

Wes Morgan og Jamie Vardy skoruðu mörk Refanna. Sá fyrrnefndi hefur skorað í tveimur leikjum í röð. Leicester er í 8. sæti deildarinnar en Bournemouth í því tólfta.

Manchester United vann 2-1 sigur á Watford og lyfti sér þar með upp í 4. sætið.

Burnley kom sér í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti með sigri á Wolves, 2-0.

Í hádegisleiknum vann Manchester City 0-2 sigur á Fulham og fór þar með á topp deildarinnar.

Úrslit dagsins:

Fulham 0-2 Man. City

Crystal Palace 2-0 Huddersfield

Brighton 0-1 Southampton

Leicester 2-0 Bournemouth

Man. Utd. 2-1 Watford

Burnley 2-0 Wolves


Tengdar fréttir

United upp í 4. sætið

Ole Gunnar Solskjær hélt upp á langtímasamninginn við Manchester United með sigri á Watford í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×