Hátt í 2500 skjálftar á einni viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 14:30 Skjálftahrinan í Öxarfirði hófst síðastliðinn laugardag en síðan þá hafa mælst hátt í 2500 jarðskjálftar á svæðinu. Veðurstofa Íslands Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira