Meintar nektarmyndir af Báru undir yfirskriftinni „hefnd fyrir Klaustursmálið“ reyndust af látinni vinkonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 18:18 Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari og aktívisti. Vísir/vilhelm Nektarmyndir sem sagðar voru af uppljóstraranum Báru Halldórsdóttur fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum síðla sumars. Myndirnar reyndust þó ekki af Báru heldur af vinkonu hennar, sem er látin. Frá þessu greinir Bára á Facebook-síðu sinni í dag og biðlar til fólks að hjálpa sér að stöðva dreifingu myndanna.„Hefnd fyrir Klaustursmálið“ Bára, sem tók upp samtal sex þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri síðasta vetur eins og frægt er orðið, segir í færslu sinni að hún hafi fyrst fengið fregnir af málinu í vikunni eftir Hinsegindaga. Þá hafi sér borist til eyrna að nektarmyndir væru í dreifingu á Snapchat og öðrum samfélagsmiðlum. Þessar nektarmyndir áttu að hafa verið af Báru sjálfri og þeim dreift með orðunum „hefnd fyrir Klaustursmálið“. Bára kvaðst strax hafa tekið fregnunum með fyrirvara, einkum vegna þess að hún kannaðist ekki við að hafa tekið slíkar myndir af sér. „Mín fyrstu viðbrögð voru að flissa. Mér gæti ekki verið meira sama ef slíkar myndir væru í dreifingu. Ég veit ekki til þess að ég eða aðrir hafi tekið slíkar myndir en líklegast væri að þær væru annað hvort eitthvað bull frá því þegar ég var yngri og í flottu formi og þá bara fínt mál, eða einhverjar nýlegar laumumyndir af mér myglaðri heima og þá kannski ekkert spennandi.“ Vonaði að málið myndi deyja út af sjálfu sér Fljótlega hafi þó tekið að renna á hana tvær grímur. Síðan Klaustursmálið kom upp hafi margar konur, sem svipaði til Báru sjálfrar, komið að máli við hana og tjáð henni að þeim hefði gjarnan verið ruglað saman við hana. Bára segist í kjölfarið hafa fengið áhyggjur af því að téðar nektarmyndir væru af einhverri þessara kvenna. Hún hafi því beðið um að fá myndirnar sendar og þá kom í ljós að konan á þeim var vinkona hennar, sem nú er látin. „Jú ef þú horfir lauslega yfir en skoðar ekki almennilega mætti halda að þær væru af mér. Ekkert voða merkilegt, myndir af brjóstum og kynfærum og hjálpartækjum kynlífsins. Kom ekki almennilega fyrir mig hver þetta var svo ég spurði nokkra vini. Og þá kom smá áfall,“ segir Bára. „Myndirnar voru af síðu þar sem fullorðið fólk deilir ýmsu kynferðislegu milli sín og myndefnið var kona sem ég þekkti. En hún er ekki meðal okkar lengur. Minn stærsti ótti er að ættingjar þessarar konu fái þær óvart sendar. Fyrst ætlaði ég ekkert að gera í þessu, vonast til þess að þetta myndi deyja út af sjálfu sér, en núna er ég búin að frétta af þessum myndum frá þrem mismunandi aðilum og tveimur bara í síðustu viku.“ Þá beinir Bára því til þeirra sem kynnu að rekast á myndirnar að senda þær ekki áfram og láta vita að um látna manneskju sé að ræða. „Vinsamlegast hjálpið mér að stöðva þetta. Og reynið svo að búa til heim þar sem heimskuleg drusluskömmun er ekki kúl. Ef einhvern bráðvantar nektarmyndir af mér er ég vel til í smekklega myndatöku gegn góðum styrk til Stígamóta. Reynum annars að vera bara minni asnar.“Færslu Báru má lesa í heild hér að neðan. Líklega á ábyrgð einhverra kjána Bára segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki hugmynd um hverjir gætu staðið að dreifingu myndanna. Henni detti þó helst í hug að það séu „einhverjir kjánar“, sem sé mögulega í nöp við sig vegna Klausturmálsins. „Það truflar mig samt óskaplega lítið ef þetta væru myndir af mér en ég er lítið hrifin af þeirri tilhugsun að það sé verið að dreifa klámmyndum af dánu fólki í þeirra óþökk,“ segir Bára. Þá segist hún ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu. Hún hafi raunar ekki ætlað að tjá sig um það fyrr en hún fór að heyra ítrekað af tilvist myndanna. „Þess vegna fannst mér ég neyðast til að segja eitthvað um þetta.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg. 23. maí 2019 18:57 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Gjörningur Báru Halldórsdóttur hefur runnið sitt skeið. 3. júlí 2019 22:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Nektarmyndir sem sagðar voru af uppljóstraranum Báru Halldórsdóttur fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum síðla sumars. Myndirnar reyndust þó ekki af Báru heldur af vinkonu hennar, sem er látin. Frá þessu greinir Bára á Facebook-síðu sinni í dag og biðlar til fólks að hjálpa sér að stöðva dreifingu myndanna.„Hefnd fyrir Klaustursmálið“ Bára, sem tók upp samtal sex þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri síðasta vetur eins og frægt er orðið, segir í færslu sinni að hún hafi fyrst fengið fregnir af málinu í vikunni eftir Hinsegindaga. Þá hafi sér borist til eyrna að nektarmyndir væru í dreifingu á Snapchat og öðrum samfélagsmiðlum. Þessar nektarmyndir áttu að hafa verið af Báru sjálfri og þeim dreift með orðunum „hefnd fyrir Klaustursmálið“. Bára kvaðst strax hafa tekið fregnunum með fyrirvara, einkum vegna þess að hún kannaðist ekki við að hafa tekið slíkar myndir af sér. „Mín fyrstu viðbrögð voru að flissa. Mér gæti ekki verið meira sama ef slíkar myndir væru í dreifingu. Ég veit ekki til þess að ég eða aðrir hafi tekið slíkar myndir en líklegast væri að þær væru annað hvort eitthvað bull frá því þegar ég var yngri og í flottu formi og þá bara fínt mál, eða einhverjar nýlegar laumumyndir af mér myglaðri heima og þá kannski ekkert spennandi.“ Vonaði að málið myndi deyja út af sjálfu sér Fljótlega hafi þó tekið að renna á hana tvær grímur. Síðan Klaustursmálið kom upp hafi margar konur, sem svipaði til Báru sjálfrar, komið að máli við hana og tjáð henni að þeim hefði gjarnan verið ruglað saman við hana. Bára segist í kjölfarið hafa fengið áhyggjur af því að téðar nektarmyndir væru af einhverri þessara kvenna. Hún hafi því beðið um að fá myndirnar sendar og þá kom í ljós að konan á þeim var vinkona hennar, sem nú er látin. „Jú ef þú horfir lauslega yfir en skoðar ekki almennilega mætti halda að þær væru af mér. Ekkert voða merkilegt, myndir af brjóstum og kynfærum og hjálpartækjum kynlífsins. Kom ekki almennilega fyrir mig hver þetta var svo ég spurði nokkra vini. Og þá kom smá áfall,“ segir Bára. „Myndirnar voru af síðu þar sem fullorðið fólk deilir ýmsu kynferðislegu milli sín og myndefnið var kona sem ég þekkti. En hún er ekki meðal okkar lengur. Minn stærsti ótti er að ættingjar þessarar konu fái þær óvart sendar. Fyrst ætlaði ég ekkert að gera í þessu, vonast til þess að þetta myndi deyja út af sjálfu sér, en núna er ég búin að frétta af þessum myndum frá þrem mismunandi aðilum og tveimur bara í síðustu viku.“ Þá beinir Bára því til þeirra sem kynnu að rekast á myndirnar að senda þær ekki áfram og láta vita að um látna manneskju sé að ræða. „Vinsamlegast hjálpið mér að stöðva þetta. Og reynið svo að búa til heim þar sem heimskuleg drusluskömmun er ekki kúl. Ef einhvern bráðvantar nektarmyndir af mér er ég vel til í smekklega myndatöku gegn góðum styrk til Stígamóta. Reynum annars að vera bara minni asnar.“Færslu Báru má lesa í heild hér að neðan. Líklega á ábyrgð einhverra kjána Bára segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki hugmynd um hverjir gætu staðið að dreifingu myndanna. Henni detti þó helst í hug að það séu „einhverjir kjánar“, sem sé mögulega í nöp við sig vegna Klausturmálsins. „Það truflar mig samt óskaplega lítið ef þetta væru myndir af mér en ég er lítið hrifin af þeirri tilhugsun að það sé verið að dreifa klámmyndum af dánu fólki í þeirra óþökk,“ segir Bára. Þá segist hún ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu. Hún hafi raunar ekki ætlað að tjá sig um það fyrr en hún fór að heyra ítrekað af tilvist myndanna. „Þess vegna fannst mér ég neyðast til að segja eitthvað um þetta.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg. 23. maí 2019 18:57 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Gjörningur Báru Halldórsdóttur hefur runnið sitt skeið. 3. júlí 2019 22:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg. 23. maí 2019 18:57
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13
Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Gjörningur Báru Halldórsdóttur hefur runnið sitt skeið. 3. júlí 2019 22:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent