Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 13:14 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45
Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00