Þingmaður í kröppum dansi eftir að hafa gripið í hnakkadramb mótmælanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:06 Mike Field þrýsti mótmælandanum upp að súlu áður en hann greip um háls konunnar og fylgdi henni út. Skjáskot Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira