Með augun á leikskólum á Suðurnesjum vegna beltaleysis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 16:03 Sigvaldi Arnar Lárusson varðstjóri með uglu sem hann bjargaði um árið. Lögreglan á Suðurnesjum Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05