Lokað en ekki vegna breytinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2019 18:00 Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06