Fótbolti

Guðni hvatti Geir til að hætta við

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. KSÍ
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum.

Það staðfestir Guðni í viðtali á fótbolti.net í dag. Guðni ræddi við Geir um leið og hann heyrði orðróm um að Geir væri að íhuga að bjóða sig fram. Hann talaði svo við Geir rétt áður en Geir tilkynnti um framboð sitt.

„Í mínum huga ætti hann hafa hag sambandsins og hreyfingarinnar að leiðarljósi. Ég tel að það sé ekki hreyfingunni til hagsbóta að heiðursformaður fari gegn sitjandi formanni. Hann á frekar að sameina okkur en að sundra með því að fara í kosningu með öllu sem því fylgir. Það er hætt við að það skapist sundrung og átök,“ segir Guðni meðal annars í viðtalinu.

Ársþing KSÍ fer fram eftir sléttan mánuð.


Tengdar fréttir

Mikil togstreita hefur myndast 

Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×